Nú styttist í hið árlega Sumarskákmót Fjölnis sem haldið verður í 10. sinn á vegum Skákdeildar Fjölnis.
Mótið fer fram í hátíðarsal Rimaskóla og hefst nákvæmlega kl. 17:00. Reikna má að mótinu ljúki kl. 19:15. Tefldar verða 6 umferðir og umhugsunartíminn er 6 mínútur. Verðlaunað verður í þremur flokkum; eldri flokk, f. 1998 – 2002, yngri flokk 2002 – 2007 og í stúlknaflokki. Í skákhléi verður boðið upp á pítsur og drykk frá Ölgerðinni.
Að venju er fjöldi áhugaverðra verðlauna: Pítsur, og bíómiðar í Sambíóin og Laugarásbíó, samtals 15 aðalvinningar. Skráning á staðnum og eru þátttakendur beðnir um að mæta tímanlega til skráningar. Í fyrra mættu 58 krakkar til leiks og baráttan var hörð en skemmtileg.
Skákstjórar verða þeir Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölnis og Stefán Bergsson frá Skákakademíunni. Heiðursgestur mótsins verður Gylfi Magnússon skákáhugamaður og félagi í Rótarýklúbb Grafarvogs. Rótarýklúbburinn gefur að venju alla verðlaunabikara til mótsins. Þátttökugjald með veitingum er 200 fyrir Fjölniskrakka, 400 fyrir aðra skákkrakka. Foreldrar og aðrir gestir geta keypt sér pítsu fyrir 200 kr og þegið ókeypis kaffi á staðnum. Sumarskákmót Fjölnis er lok vetrarstarfs Skákdeildar Fjölnis sem fagnar 10 ára afmæli nú í maímánuði.
ATH: Fjölniskrakkar greiða 200 kr í þátttökugjald. Innifalin pítsaveisla, skákmót og verðlaun.
Formaður Skákdeildar Fjölnis mun greina frá kjöri stjórnarinnar á :
Afreksmanni Fjölnis 2014. Í fyrra var það Jóhann Arnar Finnsson nýbakaður Íslandsmeistari 2014 með skáksveit Rimaskóla.
Æfingameistara Fjölnis 2014 . Í fyrra var það Mikael Maron Torfason sem er í skáksveit Rimaskóla sem að teflir á NM barnaskólasveita í haust.
Með kveðju
Helgi Árnason