Hið árlega sumarskákmót Fjölnis verður haldið í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta, n.k. frá kl. 14:00 – 16:00. Sumarskákmótið er að þessu sinni hluti af dagskrá Barnamenningarhátíðar Reykjavíkur og einnig á dagskrá hverfishátíðar Grafravogs sem að vanda er haldin í Rimaskóla.
Mótið hefst eins og áður segir í Rimaskóla kl. 14.00 og því lýkur rúmlega 16:00 með verðlaunahátíð þar sem afhentir verða þrír verðlaunagripir sem Rótarýklúbbur Grafarvogs gefur til mótsins. Bikarana hljóta sigurvegari eldri flokks 1999-2003, sigurvegari yngri flokks og sigurvegari stúlkna.
Að vanda eru ótrúlega margir vinningar á skákmótum Fjölnis og nú eru það 20 bíómiðar á SAMbíó – Egilshöll sem dreifast á 20 þátttakendur. Í skákhléi verða seldar veitingar á 300 kr.
Mótið er ætlað nemendum grunnskóla og er þátttaka ókeypis. Tefldar verða sex umferðir með sex mínútna umhugsunartíma. Skákstjórar verða þeir Omar Salama alþjóðlegur skákdómari og Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölnis. Fjölmennum á skákmót Fjölnis