Strákarnir spila gegn Breiðabliki á sunnudaginn kl. 19.15 á Kópavogsvelli. Í seinasta leik þá gerðum við 1-1 jafntefli við Val í hörku leik á Fjölnisvelli. Einar Karl (mynd að ofan) skoraði jöfnunarmarkið undir lok leiksins og fagnaði sem óður maður. Blikarnir hafa ekki farið vel af stað í sumar og verður alveg örugggt að þeir vilja fá öll þrjú stigin gegn nýliðunum. Fjölnisliðið hefur farið vel af stað í sumar og eru taplausir eftir þrjár umferðir með tvo sigra gegn Víking og Þór og svo áður nefnt jafntefli gegn Val. Nokkuð er um smá meiðsli hjá strákunum og eru Árni Kristinn, Atli Þórbergs og Júlíus Orri og er spurning hvort einhver af þeim geti beitt sér gegn Breiðabliki.
Ágúst Örn Arnarson hefur verið lánaður til 1. deildar liðs Selfoss með þeim möguleika á að vera kallaður heim eftir mánuð. Ágúst Örn er við nám í Bandaríkjunum og er því ný kominn til landsins og er þetta hluti af því að koma honum í leikform.
Sjáumst í Kópavoginum á sunnudaginn…
- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR