Gerðu hverfinu þínu gott!
Enginn þekkir hverfið þitt betur en þú og þess vegna viljum við ekki skipuleggja það án þín.
Grafarvogur er næst fjölmennasta hverfi borgarinnar og eitt af því sem einkennir hverfið er mikil nánd við náttúruna og þá ber helst að nefna svæði eins og Gufunes, Grafarvoginn og Korpu ásamt langri og fallegri sjávarsíðu sem umlykur hverfið að stórum hluta. Grafarvogur er mjög stórt hverfi bæði hvað varðar íbúafjölda og landsvæði. Í hverfinu er mikil hverfisvitund og líta margir íbúar á hverfið sem einskonar bæ/þorp innan borgarmarkanna. Það sem helst einkennir íbúasamsetningu hverfisins er að það er barnmargt og mikið af ungu fólki. Í samanburði við Reykjavík í heild sinni er hópurinn frá 0-24 ára fremur fjölmennur í Grafarvogi. Hlutfall eldri borgara er að sama skapi fremur lágt í samanburði við Reykjavík í heild. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi í fjölmörgum leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Í hverfinu eru einnig góð aðstaða til íþróttaiðkunar m.a. íþróttamiðstöð, sundlaug Grafarvogs og Egilshöll.
Atvinnusvæðin í Ártúnshöfða og við Elliðaárvog búa yfir miklum þróunarmöguleikum fyrir blandaða byggð. Land Keldna og Keldnaholts eru framtíðar uppbyggingarsvæði og í Gufunesi eru einnig möguleg framtíðarsvæði fyrir byggð.
Grunngögn – Grafarvogur (pdf) smellið á hanppinn
Hverfisskipulag....
Hafðu áhrif á hverfisskipulagsvinnuna og merktu inn ábendingar og hugmyndir á kortið.
Ábendingar og hubmyndahnappur....