• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Snjóhreinsun og hálkuvarnir

17 des 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Grafarvogur., salt, Snjó mokstur

Þegar snjór fellur í Reykjavík eða hálka myndast er unnið samkvæmt viðbragðsáætlun vetrarþjónustu.  Aðstæður eru vaktaðar reglubundið og mannskapur kallaður  út eftir þörfum.

Snjóruðningstæki

Snjóvaktin

Snjóvakt með skipulögðum bakvöktum er í Reykjavík frá því í nóvember til loka mars (frá 46. viku til loka 13. viku) og utan þess tíma eftir þörfum. Aðstæður eru metnar oft, meðal annars kl. 3:00 á nóttunni.  Starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktakar á vegum borgarinnar eru ræstir út eftir þörfum.

Í grófum dráttum má skipta verkefnum við snjóhreinsun og hálkueyðingu í tvennt eftir því hvort um er að ræða umferðargötur eða stíga og gangstéttar.  Aðstæður bjóða upp á mismunandi tækjakost og aðferðir, en markmiðið er það sama: að tryggja greiðar leiðir.

Stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóta forgangs, en miðað er við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir kl. 7:00 að morgni og að hreinsun annarra megin umferðargatna sé lokið fyrir kl. 8:00.

Stofnstígar svo sem göngu- og hjólastígar milli borgarhluta fá forgang í hreinsun og síðan helstu gönguleiðir að strætóbiðstöðvum og skólum sem eiga að vera greiðfærar fyrir kl. 8:00 virka daga. Aðrir almennir stígar eiga að klárast fyrir hádegi. Síðan 36 tímum eða daginn eftir að snjór hættir að falla er hægt að ljúka hreinsun stíga.

„Á hinum fullkomna degi þegar góð samstilling næst við máttarvöldin og hvorki frýs né bætir í snjó eftir að búið er að skafa eða sanda gengur áætlunin eftir. Reynslan kennir okkur þó að oft þarf að fara aftur á byrjunarreit og þá reynir á að íbúar sýni skilning á aðstæðum og skilji að tímaáætlanir geta gengið úr skorðum. Við búum nú einu sinni á Íslandi. “

 

Hvenær er gatan mín rudd?

Íbúar vilja eðlilega vita hvenær þeirra gata verður rudd. Eins og segir hér að framan njóta stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur forgangs.

Íbúagötur eru aðeins hreinsaðar séu þær þungfærar einkabílum, mikil hálka, eða snjódýpt meiri en 15 cm. Út af  þessari reglu hefur þó verið brugðið ef talin er hætta á að frysti þegar snjóhryggir hafa myndast.  Snjóhreinsun takmarkast við að gera þessar götur akfærar og við hálkueyðingu er ýmist notaður sandur eða salt. Við snjóhreinsun íbúagatna er líklegt að við innkeyrslur myndist snjóruðningar sem Reykjavíkurborg sér ekki um að hreinsa. Það fellur því í hlut íbúanna sjálfra að hreinsa burt snjó úr innkeyrslum.

Hægt er að fylgjast með gangi snjóhreinsunar í Borgarvefsjá. – en þar undir kassanum „lifandi gögn“ er hægt að velja yfirlit yfir akstur hreinsunartækja annars vegar á umferðargötum og hins vegar á göngu- og hjólastígum.  Hægt er að skoða upplýsingar um akstur þeirra allt upp í síðustu 8 klukkustundirnar.  Öll tæki sem eru reglubundið í snjóhreinsun hafa senda, en tilfallandi verktakar eru undanskildir.

Salt eða sandur

Á umferðargöturnar fara stórvirk snjóruðningstæki sem komast hratt yfir og þau nota salt til hálkueyðingar. Hér hefur í auknum mæli verið notast við saltpækil og taka á í notkun nýja saltpækilstöð sem auðveldar alla blöndun og stýringu á styrk pækils. Markmiðið er að tryggja öryggi með eins litlu saltmagni og mögulegt er.

Á stíga og gangstéttar fara sérútbúnar dráttarvélar og til hálkueyðingar er notaður þveginn sandur (0 – 8 mm).

Mögulegt er að fá saltkassa í húsagötur þar sem aðstæður eru erfiðar, til dæmis í bröttum brekkum. Þjónustuver Reykjavíkurborgar veitir nánari upplýsingar í síma 4 11 11 11.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Við viljum gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara. Þú getur sett inn ábendingu og upplýsingar í ábendingakerfið okkar >>> SETJA INN ÁBENDINGU <<< eða hringt í þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 – 14, í síma 4 11 11 11. Starfsmenn þar færa þá ábendingu inn í kerfið. Opið kl. 8:20 – 16:15 alla virka daga. Netfang: upplysingar@reykjavik.is. Á snjóþungum dögum er annríki mikið í þjónustuveri og biðjum við íbúa um að sýna biðlund á slíkum stundum.

Email, RSS Follow

Share this:

  • Click to print (Opens in new window) Print
  • Click to email a link to a friend (Opens in new window) Email
  • Click to share on Facebook (Opens in new window) Facebook
  • Click to share on LinkedIn (Opens in new window) LinkedIn

Sendu skilaboð Hætta við svar

*
*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Recent

Popular

Comments

Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju

15 apr 2025
No Responses.

Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025

16 mar 2025
No Responses.

Keldnaland - niðurstöður samkeppni

13 maí 2024
No Responses.

Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju

15 apr 2025
No Responses.

Hverfið okkar

25 jún 2013
No Responses.

Grafarvogskirkja er kirkjan okkar

25 jún 2013
No Responses.
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is