Flestum grunnskólum borgarinnar verður slitið miðvikudaginn 7. júní og halda þá hátt í 15.000 skólabörn á vit sumarævintýra.
Þessa vikuna eru flestir grunnskólar borgarinnar að ljúka vetrarstarfinu með útskriftarathöfnum og skólaslitum. Um 1.400 tíundubekkingar eru að kveðja skólana sína og á leið í framhaldsskóla.
Börnum og unglingum stendur til boða fjölbreytt frístundastarf í sumar, bæði sumarsmiðjur of fl. á vegum frístundamiðstöðvanna og alls slags námskeið á vegum félagasamtaka. Nánari upplýsingar og skráning á vefnum www.fristund.is.