Skáksnillingar Fjölnis í Svíþjóð

Allt frá 2012 hef ég sem formaður Skákdeildar Fjölnis boðið efnilegum skákungmennum með mér á fjölmennasta helgarskákmót Norðurlanda í Västerås í Svíþjóð. Flest eru þau núverandi eða fyrrverandi nemendur mínir úr Rimaskóla. Frábær frammistaða hjá þessum samstæða hóp nú um helgina á 250 manna móti.
Hinn 21 árs gamli Dagur Ragnarsson (2247) gerði sér lítið fyrir og vann mótið ásamt stórmeistaranum Yuri Solodoinichenko (2554). Stórhækkar á skákstigum. Hinir á myndinni voru einnig að vinna til verðlauna. Komum heim með tæplega 200.000 ísl.kr í verðlaunafé.
Ég er ekki á flæðiskeri staddur hvað varðar efnilega skákmenn. Ótrúlega stoltur af þessum áhugasömu ferðafélögum. Helgi Árnason

 

 

 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.