Jóhannes Ásbjörnsson, Sigmar Vilhjálmsson og fjölskyldan í Múlakaffi hafa keypt rekstur Keiluhallarinnar í Egilshöll.
Keiluhöllin í Egilshöll skiptir um eigendur. Hinn nýjaeigendahóp skipa þeir Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson, kenndir við Hamborgarafabrikkuna, og Jóhannes Stefánsson og fjölskylda í Múlakaffi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keiluhöllinni.
„Jói, nafni minn í Múlakaffi, vakti athygli okkar á þessu tækifæri fyrir nokkru síðan og í kjölfarið ákváðum við að taka höndum saman. Við hlökkum mikið til samstarfsins við Jóa, hann er reynslubolti og alveg sérdeilis skemmtilegur náungi.“, segir Jóhannes Ásbjörnsson, Sölu- og markaðsstjóri Hamborgarafabrikkunnar.
Í tilkynningunni segir:
Keiluhöllin í Egilshöll skiptir um eigendur. Hinn nýja eigendahóp skipa þeir Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson, kenndir við Hamborgarafabrikkuna, og Jóhannes Stefánsson og fjölskylda í Múlakaffi. „Jói, nafni minn í Múlakaffi, vakti athygli okkar á þessu tækifæri fyrir nokkru síðan og í kjölfarið ákváðum við að taka höndum saman. Við hlökkum mikið til samstarfsins við Jóa, hann er reynslubolti og alveg sérdeilis skemmtilegur náungi.“, segir Jóhannes Ásbjörnsson, Sölu-og markaðsstjóri Hamborgarafabrikkunnar.
Fjölskyldan í Múlakaffi hefur í gegnum árin byggt upp umsvifamikið fyrirtæki og sinnir veitingarekstri í Múlakaffi og víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. “Simmi og Jói hafa mikla reynslu af því að skapa fjölskylduvæna stemningu og upplifun í sínum rekstri. Það er nákvæmlega það sem Keiluhöllin stendur fyrir. Þess vegna lá beinast við að fá þá til að taka með okkur í þetta verkefni.”, segir Jóhannes Stefánsson í Múlakaffi.
Rúnar Fjeldsted og eiginkona hans, Björk Sigurðardóttir, ætla að einbeita sér að fasteignaþróunarverkefnum í Öskjuhlíð og líta glöð yfir farinn veg. „ Keiluárin okkar hafa verið frábær en nú er komið að tímamótum. Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að Keiluhöllin í Öskjuhlíð myndi loka þar sem að við erum með ákveðið fasteignaþróunarverkefni í undirbúningi þar. Því er ánægjulegt að svo öflugur hópur sé að taka við kyndlinum í Egilshöllinni”, segir Rúnar Fjeldsted.
Í Keiluhöllinni í Egilshöll er öll aðstaða og búnaður í heimsklassa og fékk veitingaaðstaðan alþjóðleg verðlaun árið 2013. “Við erum að taka við virkilega fallegri Keiluhöll af Rúnari og Björk og Egilshöllin er fyrir löngu búin að sanna sig sem ein stærsta íþrótta-‐ og afþreyingarmiðstöð Íslands. Okkar markmið er að auka veg og vanda Keiluíþróttarinnar ásamt því að auka þjónustu við einstaklinga, hópa og fjölskyldur í leit að afþreyingu og góðum mat. Keila er afþreying og íþrótt sem allir geta tekið þátt, Afi og Amma geta keppt við barnabörnin og allir þar á milli. Við munum síðan með haustinu opna nýjan og spennandi fjölskyldupizzastað í Keiluhöllinni”, segir Sigmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar.