Fjölmargir nemendur Rimaskóla hafa fengið kennslu í skák í skólanum í vetur. Margir hafa lýst áhuga sínum á að fá að taka þátt í skákmóti. Ég vil endilega vekja athygli á skákmóti Rótarý og Fjölnis sem verður í Rimaskóla á laugardaginn og hefst kl. 13:00. Nánar hér að neðan og auglýsing í viðhengi.
[su_button url=“http://grafarvogsbuar.is/wp-content/uploads/2015/02/2015_Rotary_Skakmot_A4-11.pdf“ target=“blank“ style=“3d“ background=“#1065bd“ radius=“0″]Skoða[/su_button]
Rótarýklúbburinn Reykjavík – Grafarvogur mun í samstarfi við Skákdeild Fjölnis efna til glæsilegrar skákhátíðar í Rimaskóla. Öllum grunnskólabörnum í Grafarvogi er boðin þátttaka hvort sem þau eru byrjendur eða lengra komin. Kjörorð hátíðarinnar er: Skák er skemmtileg. Auk þess að bjóða upp á glæsilega vinninga fyrir alls 50.000 kr þá bjóða Rótarýmenn öllum þátttakendum upp á ókeypis bíómiða og pítsur. Skákhátíðin hefst í Rimaskóla kl. 13.00 laugardaginn 28. febrúar.
Skákhátíð Rótarý og Skákdeildar Fjölnis er opið öllum grunnskólabörnum í Grafravogi og fer fram í hátíðarsal Rimaskóla. Ekkert þátttökugjald. Jón L. Árnason, stórmeistari og fyrrum heimsmeistari unglinga í skák, heiðrar skákhátíðina og leikur fyrsta leikinn. Verðlaunaafhending og happadrætti strax í lok skákhátíðar. Grunnskólanemendur og foreldrar þeirra eru hvattir til að taka tímann frá laugardaginn 28. febrúar og mæta á spennandi skákhátíð.