Ágæta Fjölnisfólk og Grafarsvogsbúar, nú fer að liða að RISA þorrablótinu okkar í Grafarvogi en það
verður haldið laugardaginn 24 janúar 2015 kl 20 í Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum.
Boðið verður upp á þorramat eins og hann gerist bestur frá Múlakaffi en þeir sem þora ekki í þorrann þurfa ekki að örvænta því nóg verður af góðmeti á svæðinu.
Blótið verður nefnilega með nokkru steikarívafi og boðið verður einnig upp á stórsteikur.
Landskunnir listamenn verða við stjórnvölinn á þorrablótinu og síðan stígur MADE IN SVEITIN með Hreim í fararbroddi á svið og tryllir lýðinn fram á nótt.
Við skorum á Grafarvogsbúa að taka daginn frá, búa til götu- og vinapartý og skemmta sér ærlega.
Til að auðvelda allt skipulag verður að greiða fyrir fyrir borðapöntun á netinu í félagakerfinu NÓRA til
þess að það verði tekið frá. Borðin eru 12 manna hringborð.
Þetta auðveldar alla skipulagningu og gerir þetta auðveldara fyrir alla.
Á síðasta blóti voru um 500 manns og viljum við gera betur núna og fara í 720 manns.
Sjáumst hress á nýju ári á RISAþorrablóti.