Nemendur í 6. – 9. bekk Rimaskóla komu sáu og sigruðu í öllum þeim fjórum árgöngum sem keppt var í á Grunnskólamótinu í frjálsum 2016.
Mótið var haldið í Laugardalshöll fyrstu daga septembermánaðar.
Sjötíu Rimaskólakrakkar fjölmenntu í Höllina og sigruðu örugglega í öllum árgöngum.
Af þeim 16 greinum sem keppt var í hrepptu nemendur Rimaskóla 8 gullverðlaun, 4 silfurverðlaun og 5 bronsverðlaun.
Mikil verðlaunahátíð var haldin í sal Rimaskóla þegar ólympíufararnir Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason mættu í skólann með glæsilega verðlaunagripi og afhentu afrekskrökkunum verðlaunin og óskuðu þeim til hamingju með einstakan árangur.
Það er Frjálsíþróttaráð Reykjavíkur sem sér um framkvæmd mótsins í samstarfi við frjálsíþróttadeildir Ármanns, Fjölnis og ÍR.