Við upphaf á föstudagsfjöri í Rimaskóla var skólanum afhent innrammað veggspjald frá Landlæknisembættinu því til staðfestingar að skólinn sé “Heilsueflandi grunnskóli.
Það voru þau Hrafnhildur Inga, deildarstjóri verkefna, Eyrún íþróttakennari, og Gunnar Bollason matreiðslumeistari skólans sem tóku við veggspjaldinu en þau mynda fagteymi um verkefnið innan skólans.
Meðal þess sem skólinn þarf að uppfylla sem skilyrði til þess að teljast heilsueflandi grunnskóli er að matarframboð og matseld sé í samræmi við ráðleggingar embættis landlæknis fyrir skólamötuneyti og að starfsfólk fái fræðslu og þjálfun í samráði við embætti landlæknis til að annast kennslu um skaðsemi áfengis og annarra vímuefna.