Úrslitakeppni grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi fór fram í gær.
Bekkjarsysturnar Katrín Ósk Arnarsdóttir og Ingibjörg Ragna Pálmadóttir í 7. bekk Rimaskóla urðu hlutskarpastar lesara sem kepptu til úrslita í Stóru upplestrarkeppninni í Grafarvogi, en hún fór fram í Grafarvogskirkju 7. mars. Í þriðja sæti var Gabríel Rómeó R. Johnsen frá Húsaskóla.
Fjórtán nemendur úr grunnskólum í Grafarvogi og á Kjalarnesi spreyttu sig í úrslitunum, tíu stúlkur og fjórir drengir sem öll höfðu áður unnið keppnina innan síns skóla. Markmið Stóru upplestrarkeppninnar er að vekja athygli og áhuga nemenda 7. bekkjar á vönduðum upplestri og framburði.
Keppendur lásu einn sögukafla úr bókinni Flugan sem stöðvaði stríðið eftir verðlaunahöfundinn Bryndísi Björgvinsdóttur, ljóð eftir Guðmund Böðvarsson (1904 – 1974) og loks ljóð að eign vali.
Allir keppendur fengu bók að gjöf. Umsjón með keppninni hafði Ragnheiður Axelsdóttir kennsluráðgjafi í Miðgarði.
Þátttakendur voru:
Foldaskóli: Sæmundur Árnason, Vala Rún Kristjánsdóttir
Hamraskóli: Júlía Heiður Guðmundsdóttir, Sara Karin Kristinsdóttir
Húsaskóli: Gabríel Rómeó R. Johnsen, Guðrún Vernharðsdóttir
Kelduskóli: Ásdís María Hrafnsdóttir, Gréta Lind Jökulsdóttir
Klébergsskóli: Jóel Magnússon, Rebekka Rán Kristjánsdóttir
Rimaskóli: Ingibjörg Ragna Pálmadóttir, Katrín Ósk Arnarsdóttir
Vættaskóli: Einar Andri Víðisson, Sara Ósk Ólafsdóttir
Hamraskóli: Júlía Heiður Guðmundsdóttir, Sara Karin Kristinsdóttir
Húsaskóli: Gabríel Rómeó R. Johnsen, Guðrún Vernharðsdóttir
Kelduskóli: Ásdís María Hrafnsdóttir, Gréta Lind Jökulsdóttir
Klébergsskóli: Jóel Magnússon, Rebekka Rán Kristjánsdóttir
Rimaskóli: Ingibjörg Ragna Pálmadóttir, Katrín Ósk Arnarsdóttir
Vættaskóli: Einar Andri Víðisson, Sara Ósk Ólafsdóttir