Helgi skólastjóri og fjórir efnilegir skákkrakkar Rimaskóla taka um helgina þátt í umfangsmikilli og glæsilegri skákhátíð Í Nuuk á Grænlandi sem helguð er minningu Jonathans Mozfeldt skákáhugamanns og fyrsta landsstjóra Grænlands. Það er skákfélagið Hrókurinn sem stendur fyrir skákhátíðinni og fyrir félaginu fer Hrafn Jökulsson skákfrömuður sem bauð Rimaskólasveitinni sérstaklega í þessa ævintýraferð. Með skólastjóra í ferðinni eru skákmeistarar skólans þeir Oliver Aron Jóhannesson, Jóhann Arnar Finnsson, Kristófer Halldór Kjartansson og Róert Orri Árnason á aldrinum 12 – 16 ára. Eftir að hafa heimsótt grunnskólakrakka, teflt fjöltefli í verslunarmiðstöðinni Nuuk Center og sótt boð sendiherra Íslands hafa strákarnir heilað viðstadda með færni sinni og framkomu. Skákhátíðin endar með JM skákmótinu þar sem strákarnir eru allir skráðir til leiks ásamt fjölda íslenskra og grænlenskra skákmanna. Helgi skólastjóri mun á mánudag eiga fund með skólamönnum hér í Nuuk þar sem stofnað verður til frekara samstarfs í skáklistinni á milli skólanna á Íslandi og Grænlandi.