Regnbogaland

Regnbogaland - Foldaskóli

Regnbogaland – Foldaskóli

Frístundaheimilið Regnbogaland er staðsett í vesturenda Foldaskóla, 2. hæð

3. og 4. bekkur eru í hjarta Regnbogalands, 1. bekkur í stofu inn af hjartanu og  2. bekkur í stofu við hliðina á 1. bekk.   Við höfum leikföng í stofunum sem hæfa hverjum aldri, s.s. elstu börnin eru með poolborð í sinni stofu og þythokký.  Fyrir utan þessar heimastofur er Regnbogaland með aðgang að tölvustofu, heimilisfræðistofu og íþróttasal, hluta úr degi. 

Við höfum það að leiðarljósi að allir fái eitthvað við sitt hæfi, bæði börn og starfsfólk. 

Reynslan hefur kennt okkur að aldursskipta börnunum  og sömu  starfsmennirnir  hafa umsjón með hverjum hóp.  Starfsmenn bjóða upp á smiðjur á hverjum degi fyrir utan annað myndrænt val.  Þegar boðið er upp á smiðjurnar þá velja börnin þvert á aldur, þá kynnast starfsmennirnir börnunum úr öðrum hópum.

Við leggjum áherslu á að fara með eldri börnin í vettvangsferðir.  1. bekkur er meira á heimaslóðum og er mikið í frjálsum leik í Regnbogalandi.

Álfheiður Ólafsdóttir verkefnastjóri,  viðtalstímar eftir samkomulagi.

Síminn í Regnbogalandi er:  695 5192 / 567 2122

Netfang Regnbogalands er:  regnbogaland@itr.is     http://www.gufunes.is/regnbogaland

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.