Prófkjörið er opið öllum flokksbundnum sjálfstæðismönnum. Athuga ber að þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem ganga í flokkinn á kjördegi skulu hafa náð 18 ára aldri á kjördag 31. maí 2014, þ.e. hafa atkvæðisrétt í borgarstjórnarkosningunum. Flokksbundnir sjálfstæðismenn þurfa hins vegar aðeins að vera 15 ára þegar prófkjörið fer fram.
Kjósa skal 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustafina 1 til 6 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Þannig skal kjósandi setja töluna 1 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem hann óskar að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, töluna 2 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti annað sætið í prófkjörinu og þannig koll af kolli þar til kosnir hafa verið 6 frambjóðendur.