Prestastefna var sett í Grafarvogskirkju í dag, þriðjudaginn 14. apríl kl. 18.

Prestastefna 2015 (29)Í setningarræðu sinni ræddi biskup Íslands m.a. um fækkun í þjóðkirkjunni og setti hana í samhengi við þróunina í systurkirkju hennar í Svíþjóð:
„Frá því þjóðkirkjan varð sjálfstæð árið 1998 hefur meðlimum hennar fækkað. Þeim fjölgaði um rúmlega 8000 fyrstu tólf árin  en hefur fækkað um rúmlega 10000 á undanförnum árum. Niðurstaðan er heildarfækkun um 2150 meðlimi.
Árið 2014 fækkaði um 714 manns í þjóðkirkjunni. Til samanburðar fækkaði um 60000 meðlimi í sænsku kirkjunni. Ef tekið er tillit til stærðar kirknanna þá er fækkunin hér á Íslandi tæpur þriðjungur af því sem er í systurkirkjunni.  Þróunin í kirkjunum er samt svipuð: Meðlimunum fækkar.“

Biskup ræddi einnig traust til þjóðkirkjunnar, það hefur aukist frá 2012 og mælist nú meira en traust til borgarstjórnar og Alþingis.

„Tölulegar upplýsingar gefa einnig til kynna að traustið á kirkjunni er að aukast eins og áður sagði. Það mælist nú 36%. Hæst hefur það mælst rúm sextíu prósent árið 1999 og lægst 28% árið 2012. Síðan þá hefur það aukist. Við vitum af öðrum könnunum að meira traust mælist til sóknarpresta og starfsins í sóknum þjóðkirkjunnar.  Traustið skilst kannski best með því að skoða það í samhengi.  Þjóðkirkjunni er treyst betur en Borgarstjórn Reykjavíkur, Seðlabankanum og Alþingi.  Það erum við þakklát fyrir.“

Þá ræddi biskup um tjáningarfrelsi þeirra sem þjóna í kirkjunni:

„Skerðir vígslan tjáningarfrelsið?  Siðareglurnar svara þessu að einhverju leyti.  Úrskurðarnefnd hefur fjallað um eitt slíkt mál og komist að þeirri niðurstöðu að siðareglur hafi verið brotnar þegar færsla var rituð á fésbókarsíðu en hún var hluti af umræðu sem átti sér stað á síðunni. „Úrskurðarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að það bryti gegn 2. og 13. grein siðareglna þjóðkirkjunnar að vígður þjónn bæri á borð óstaðfestan orðróm.“ Hér túlkar úrskurðarnefndin siðareglurnar með skýrum og leiðbeinandi hætti. Við skulum minnast þess þegar við látum frá okkur texta að „grundvallarregla mannlegra samskipta er gullna reglan: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera.” (Matt. 7,12)  Starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar hafa þá reglu umfram allt að leiðarljósi“ eins og segir í formála að siðareglunum.“

Setningarræðu biskups má nálgast í heild sinni hér: http://biskup.is/

 

Prestastefna 2015 (2) Prestastefna 2015 (6) Prestastefna 2015 (23) Prestastefna 2015 (24) Prestastefna 2015 (25) Prestastefna 2015 (30)

 

Prestastefna 2015

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.