Pizza 67 opnar aftur að Langarima 21í Reykjavík í dag eftir áralanga fjarveru úr höfuðborginni.
Fyrsti Pizza 67 staðurinn var opnaður fyrir 22 árum þann 17. september 1992 og hefur keðjan starfað óslitið síðan þá.
Þegar mest gekk á voru starfræktir 26 staðir í sex löndum, síðustu ár hafa þrír Pizza 67 staðir verið starfræktir, tveir í Færeyjum og einn í Vestmannaeyjum og er því nýr staður kærkomin viðbót.
Síðustu mánuði hefur teymi leitt af Geir Gíja einum af upprunalegu þróunarstjórum Pizza 67 ásamt einum af eigendum vörumerkisins Georg Georgiou verið að finna aftur sama góða bragðið sem var við opnun árið 1992. Pizza 67 státaði sig á að vera með gæðavörur í sínum bökum og verður þeim gæðum haldið áfram. Það tók töluverðan tíma að finna rétta hveitið og dusta rykið af leyniuppskriftinni fyrir sósuna, sem og að láta framleiða orginal Pizza 67 pepperóníið.
Gestir og gangandi hafa fengið að smakka síðustu daga og hafa fleiri hundruð aðilar mætt á staðinn til að smakka pizzurnar og ekki látið vont veður stoppa sig. Í gær var svo lokasmökkun og eru allir sem koma að þessu gríðarlega sáttir með bragðið. Það er því ekkert til fyrirstöðu að opna og verður það gert í dag.
Á myndinni eru gömlu Pizza 67 eigendurnir og strákarnir sem eru að opna fyrsta staðinn í Reykjavík á ný. Frá hægri: Anton Traustason, Georg Georgiou, Einar Kristjánsson, Gísli Gíslason, Kristján Jónsson og Ólafur Tryggvasson.