Hin árlega útiguðsþjónusta samstarfssvæðis Grafarvogs, Árbæjar og Grafarholtssafnaða verður haldin á Nónholti sunnudaginn 16. júlí kl. 11.
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Gengið verður frá Grafarvogskirkju kl. 10:00 og sr. Guðrún Karls Helgudóttir mun standa fyrir pílagrímahlaupi í kringum voginn og í messuna kl. 10:30..
Hlaupið er um 3 km. Einnig verður gengið frá öðrum kirkjum á samstarfssvæðinu, Guðríðarkirkju og Árbæjarkirkju.
Fyrir þau sem vilja koma akandi að Nónholti þá er best að fara niður hjá meðferðarstöðinni Vogi og ganga stuttan spöl þaðan. Fólki með fötlun verður veitt aðstoð við að komast á staðinn.
Að guðsþjónustu lokinni verða veitingar í boði.
Velkomin öll!