Fjölnismenn fara í Kópavoginn til að spila við Breiðablik í Pepsídeild karla í knattspyrnu og hefst viðureign liðanna klukkan 20.00. Staða Fjölnis er vænleg í deildinni en liðið hefur leikið frábærlega vel til þessa og situr í 5. sætinu með 17 stig. Breiðablik er í sætinu fyrir ofan með 19 stig.
Með sigri geta Fjölnismenn komist upp í 4.sætið í deildinni. Það rík ástæða til að hvetja stuðningsmenn Fjölnis sem og Grafarvogsbúa til að fjölmenna á leikinn og hvetja liðið til sigurs.