Kæru foreldrar og iðkendur í Grafarvogi,
Nú í haust mun Ungmennafélagið Fjölnir hleypa af stokkunum nýju og spennandi verkefni í samstarfi við grunnskóla Grafarvogs. Verkefnið ber heitið Íþróttaakademía Fjölnis og er skammstafað ÍAF. Verkefnið verður valfag innan unglingadeilda grunnskóla Grafarvogs fyrir 9. og 10 bekk fyrir þá nemendur sem stunda knattspyrnu, körfuknattleik eða handknattleik í Fjölni.
SKRÁNING FER FRAM Á ÞESSUM TENGLI:
https://docs.google.com/forms/d/1uX9mtDwe79FjCuPUP-4VacC09WBX3DqFfnSjNeyWYZM/edit
Nemendur sem hafa valið að fá íþróttir sínar metnar geta gengið beint inn í þetta verkefni. Um er að ræða tvö skipti í viku allt skólaárið og skiptast þau á eftirfarandi hátt (dæmi).
#1 kl. 06:15-07:25. Tækniæfing (hver í sinni grein)
#2 kl. 16:00-17:00. Hópur 1 – Bókleg kennsla í Dalhúsum , eftir skóla (hagnýtar greinar á borð við; næring, sálfræði, þjálffræði)
#2 kl. 06:15-07:25. Hópur 2 – Styrktarþjálfun með fimleikaáherslu í Egilshöll, fyrir skóla á morgnana.
Þjálfarar ÍAF
Bókleg kennsla, Sveinn Þorgeirsson og Arnór Ásgeirsson
Handknattleikur, Guðmundur Rúnar Guðmundsson
Knattspyrna, Elmar Ö. Hjaltalín
Körfuknattleikur, Pétur Már Sigurðsson
Líkamsþjálfun, fimleikaþjálfari og frjálsíþrótta þjálfarar
Gjald á hvora önn 15.000 kr. Það fer í laun þjálfara og íþróttatreyju, merkta ÍAF. Greiðsla fer fram á innra neti félagsins líkt og með hefðbundin æfingagjöld (NÓRA, á fjolnir.is)
Nánari upplýsingar fást hjá verkefnisstjóra og í slæðusýningu í viðhengi pósts Sveinn Þorgeirsson, sveinn@bhs.is , s. 697 5098