Kæru skólastjórnendur og foreldrar/forráðamenn.
Nú í byrjun nýs árs mun SAFT dreifa á alla nemendur í 4. bekk Andrésar Andar blaði um samskipti á netinu, en þar er m.a. farið yfir öryggisógnir, samfélagsmiðla og neteinelti svo dæmi séu tekin. Efnið var samið í samstarfi við útgefendur Andrésar Andar á Norðurlöndunum og hefur blaðið verið gefið út á norrænum tungumálum.
Nemendur í 1. bekk fá eintak af nýjum foreldrabæklingi „Ung börn og snjalltæki“ en þar er meðal annars fjallað um fyrstu kynni barna af snjalltækjum.
Við hvetjum skólastjórnendur/kennara til að dreifa Andrésblöðunum á alla nemendur í 4. bekk og setja eintak af „Ung börn og snjalltæki“ í „töskupóst“ hjá öllum nemendum í 1. bekk og biðja alla foreldra að kynna sér efnið með börnum sínum.
Samhliða munum við dreifa veggspjöldum um hatursorðræðu og heilræðum um dreifingu myndefnis á netinu ásamt lestrarbókum fyrir yngsta stig og miðstig, sem vonandi rata á bókasafnið og/eða í verkfærakistu kennara.
Kveðja,
SAFT / Heimili og skóli – landssamtök foreldra