Það er með mikilli ánægju sem við kynnum yfirþjálfara yngri flokka knattspyrnudeildar Fjölnis.Knattspyrnudeildin hefur á síðustu misserum farið í gegnum ákveðnar skipulagsbreytingar með það fyrir augum að freista þess að ná ennþá meiri sérhæfingu og fókus í þegar öflugt yngri flokka starf félagsins. Þessar ráðningar á tveimur yfirþjálfurum í fullt starf er stór hluti af því.
Arngrímur Jóhann Ingimundarson, eða Addi eins og hann er kallaður, hefur verið ráðinn sem yfirþjálfari yngri flokka kvenna og samhliða því mun hann frá 1. október þjálfa 3. og 4. fl kvenna. Addi er að koma nýr inn til félagsins en hann var áður m.a. yfirþjálfari hjá Grindavík og hefur margra ára reynslu af knattspyrnuþjálfun á Íslandi.Gunnar Már Guðmundsson mun vera yfirþjálfari yngri flokka karla ásamt því að þjálfa 4. fl karla frá 1. október.
Gunnar Má þarf vitanlega ekki að kynna sérstaklega fyrir okkar félagsmönnum en hann þekkir félagið út og inn og býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á öllu starfi deildarinnar.Gunnar Már og Addi hafa báðir lokið UEFA A þjálfaragráðu og KSÍ Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elite A Youth) þjálfaragráðu.Það er mikill fengur að fá þessa öflugu einstaklinga til að leiða yngra flokka starfið hjá okkur næstu árin, knattspyrnudeildin fagnar því og væntir mikils af samstarfinu.