Fjölnir mætir Gróttu í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik í Dalhúsum í kvöld klukkan 19.30. Fjölnir hefur aldrei tekist að komast í undanúrslit keppninnar svo það er til mikils að vinna í kvöld.
Hérna mætast 1.deildar lið á móti Olís deildarliði en þessi lið þekkjast nokkuð vel eftir að hafa bæði verið í 1.deildinni í fyrra.
Grótta sat hjá í 32 liða en sigraði svo FH í 16 liða úrslitunum og koma sjálfsagt með sjálfstraustið í lagi eftir sannfærandi sigur á Fram í síðustu umferð Olís deildarinnar. Fjölnir sigraði Míluna í 32 liða og svo sterkt lið Selfoss í 16 liða úrslitunum.
Grafarvogsbúar eru hvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja liðið sitt í baráttunni.