Aðalstjórn félagsins hvetur alla iðkendur félagsins sem eru á aldrinum 11 – 18 ára að taka þátt og keppa á mótinu, þó það sé ekki verið að keppa í greinum sem þið æfið þá er um að gera að nota tækifærið og keppa í öðrum greinum J Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.
Skráning á mótið fer fram á skráningarsíðu UMFÍ á þessari slóð http://skraning.umfi.is/ skráningar gjald er greitt um leið og skráð er á mótið.
Eins og undanfarin ár eru allir iðkendur Fjölnis sem skrá sig á mótið á ábyrgð foreldra sinna, félagið leggur ekki til starfsmenn hvorki fararstjóra né þjálfara. Aðalstjórn félagsins hvetur iðkendur og fjölskyldur þeirra eindregið til að taka þátt í þessu frábæra fjölskyldumóti sem er alltaf með flotta dagskrá þar sem eitthvað er að finna fyrir allan aldur.
Við sem félag verðum að útnefna einn tjaldbúðarstjóra fyrir félagið, sá aðili sér meðal annars um að smala okkar fólki saman fyrir mótssetningu, minna okkar fólk á að ganga snyrtilega um svæðið okkar, fara eftir og virða tjaldstæðis reglur. Ef eitthvert foreldri sem er að fara er tilbúið í að taka þetta hlutverk að sér má hinn sami senda mér póst á frida@fjolnir.is . Annað sem við viljum koma á framfæri er, ef einhver er með mikið pláss hjá sér á leiðinni norður og til baka þá væri gaman ef viðkomandi væri til í að taka með sér samkomutjald sem félagið á til að tjalda á svæðinu sem okkur verðu úthlutað. Sendið póst á frida@fjolnir.is ef þið getið aðstoðað með flutning á tjaldinu.
Annars hvet ég ykkur öll enn og aftur að skella ykkur á Unglingalandsmótið og njóta alls sem er í boði fyrir fjölskylduna á þessu skemmtilega móti J Eins og sjá má í auglýsingunni hér fyrir neðan er hægt að keppa í ýmsum greinum.
Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband með því að senda tölvupóst á frida@fjolnir.is
Áfram Fjölnir
Bestu kveðjur fyrir hönd aðalstjórnar
Málfríður Sigurhansdóttir
Íþrótta- og félagsmálastjóri
Ungmennafélagsins Fjölnir