Á undanförnum árum hafa fjölmargar góðar hugmyndir íbúa orðið að veruleika í Grafarvogi en framkvæmt hefur verið fyrir 125 milljónir króna í hverfinu, samkvæmt niðurstöðum kosninga frá 2012-2014. Flestar hugmyndanna gagnast börnum og unglingum í hverfinu enda snúast verkefnin um það að bæta umhverfið – leiksvæði, útivistaraðstöðu, gönguleiðir, umferðaröryggi, gróðursetningu og fleira sem gerir hverfið miklu betra.
[su_button url=“http://grafarvogsbuar.is/rafraenar-ibuakosningar-um-verkefni-i-grafarvogi/“ target=“blank“ style=“3d“ background=“#1065bd“ radius=“0″]Betri Reykjavík[/su_button]