Gríðarlegum snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Snjómokstur stendur yfir og hafa snjóruðningstæki vart undan því enn er snjó að kyngja niður. Húsagötur eru illfærar og erfitt er einnig að fara um fótgangandi. Aðeins vel útbúin farartæki fara leiðar sinnar.
Björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því klukkan fjögur í nótt og flestar leiðir út frá borginni eru ófærar. Fólk er hvatt til að halda sig heima.
Veðurhorfur fyrir höfuðborgarsvæðið eru þær að spáð er vestan 3-8 m/s og talsverðri snjókoma í fyrstu, en lægir síðan og rofar til. Suðaustan 5-10 og stöku él eftir hádegi, en norðlægari og léttir til í kvöld. Norðaustan 8-13 og bjartviðri á morgun. Hiti kringum frostmark.
Uppfært kl. 10.15:
Að sögn Veðurstofu Íslands er snjódýptin í Reykjavík sú mesta í febrúar sem mælst hefur frá 1952. Snjódýptin er 51 cm en mest var hún 55 cm í janúar 1937.