Mikið álag er á starfsmenn við sorphirðu í Reykjavík þegar draga þarf sorpílát óruddar slóðir í snjónum. Íbúar eru því hvattir til að hreinsa snjó frá sorpgeymslum þá daga sem hirt er. Á morgun verður sorp hirt í Grafarvogi og í Vesturbæ á miðvikudag.
Starfsmenn í sorphirðu hjá Reykjavíkurborg hafa þurft að vinna lengur síðustu daga til að halda áætlun og einnig unnu þeir aukalega á laugardag til að halda uppi góðri þjónustu. Víða eru íbúar til mikillar fyrirmyndar og eru búnir að ryðja öllum snjó frá. Starfsmenn kunna þeim bestu þakkir fyrir.
Rétt er að hafa í huga að starfsmenn við sorphirðu fara af stað árla dags og þarf því að huga að snjóhreinsun daginn áður. Einnig er gott að athuga hvort hægt sé að opna hurðir að sorpgeymslu þar sem þær vilja frjósa fastar þegar ekki hefur verið mokað frá.
Á sorphirðudagatalinu á vefnum www.pappirerekkirusl.is geta íbúar slegið inn götuheiti og koma þá sorphirðudagarnir fram.
Áætlun sorphirðu næstu daga er þessi:
. Þriðjudag 17. desember í Grafarvogi