Miðgarðsmótið, skákmót grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi er á morgun í íþróttahúsi Rimaskóla og hefst kl. 9:45.
Þeir foreldrar sem hafa áhuga og tækifæri á að fylgjast með eru velkomnir að sjá okkar efnilegu skákmenn, stráka og stelpur að tafli.
Til upplýsingar um mótið:
Eftirfarandi eru helstu upplýsingar um Miðgarðsmótið sem hafa verið ein fjölmennustu skákmót landsins.
Útfærsla:
Grunnskólamót Landsbankas og Miðgarðs í skák verður haldið föstudaginn 7. febrúar 2014 í íþróttahúsi Rimaskóla frá kl. 9:45 – 12:00.
Mótið hefur verið haldið frá árinu 2005 á vegum Miðgarðs.
Hver skóli sendir 1 – 3 skáksveitir sem merktar eru A, B og C eftir styrkleika. Í hverri sveit eru 6 keppendur.
Keppt verður um veglenga farandbikar frá 2005 og eignarbikar sem efsta skáksveitin hlýtur til varðveislu og eignar.
Landsbankinn veitir eftirfarandi verðlaun að verðmæti 150.000 kr í formi skákvarnings. Björn Þorfinnsson sem flytur inn skákvörur verður tilbúinn með “skákpakka” sem hægt er síðan að skipta og bæta við að hálfu hvers skóla ef áhugi eða þörf er á.
Allir þátttökuskólar fá 15.000 kr fyrir að taka þátt í mótinu. Fjármagninu skal varið til kaupa á skákbúnaði ein sog öðru verðlaunafé mótsins.
Skólinn/sveitin sem lendir í 1. sæti fær 15.000 kr í verðlaun
Skólinn/sveitin sem lendir í 2. sæti fær 12.500 kr í verðlaun
Skólinn/sveitin sem lendir í 3. sæti fær 7.500 kr í verðlaun
Skólinn/sveitin sem lendir í 1. sæti B – sveita fær 5.000 kr í verðlaun
Skólinn/sveitin sem lendir í 1. sæti C sveita fær 5.000 kr í verðlaun
Verðlaunafé alls 150.000
Miðgarður útvegar veitingar líkt og áður. Gos og súkkulaðikex.
Landsbankinn hefur leyfi til að hafa fána bankans á mótssvæðinu.
Stefnt verður að því að hver skóli í hverfinu sendi að lágmarki eina skáksveit.
Hver skóli sendir einn starfsmann á vettvang í Rimaskóla til að hjálpa til við uppröðun frá kl. 8:30 – 9:30
Hver skóli sendir einn eða fleiri starfsmenn skólans með keppendum og eru þeir liðsstjórar.
Með kveðju
Helgi Árnason
Skólastjóri Rimaskóla
GSM 6648320