Árið 2006 kom Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs, í samstarfi við Skákdeild Fjölnis á skákmóti á milli grunnskóla hverfisins. Mótið hefur allt frá upphafi verið afar vinsælt og um 100 nemendur tekið þátt í því hverju sinni.
Miðgarðsmótið fór fram í tíunda sinn föstudaginn 10. apríl og líkt og í hin níu skiptin sigraði skáksveit Rimaskóla öruggan sigur. Alls mættu 13 skáksveitir til leiks frá fjórum grunnskólum.
Að þessu sinni voru skáksveitir frá Rimaskóla og Foldaskóla áberandi í efstu sætum en eina sveit Kelduskóla náði 5 sæti. Rimaskóli og Foldaskóli sendu flestar skáksveitir til leiks. Eina stúlknasveitin kom frá Rimaskóla, Íslandsmeistarasveitin 2015 sem lenti í 3. – 4. sæti ásamt efstu sveit Foldaskóla.
Tvær efstu sveitirnar komu frá Rimaskóla og var önnur þeirra eingöngu skipuð stórefnilegum strákum í 4. bekk. Tefldar voru sex umferðir og í skákhléi bauð Miðgarður upp á ljúffengar veitingar. Landsbankinn, útibúið Vínlandsleið, var styrktaraðili mótsins annað árið í röð og fengu allir þátttakendur viðurkeningu frá bankanum, bíómiða í SAM-bíóum.
Skákstjórar voru þeir Sigurgeir Birgisson frá Miðgarði og Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis. Mótið tókst mjög vel í alla staði enda eru grunnskólakrakkar í Grafarvogi orðnir þaulvanir að taka þátt í skákmótum.
Í lok mótsins fengu lið Rimaskóla afhenta glæsilega bikara frá Miðgarði, annan til eignar en hinn farandgrip sem varðveitist 10. árið í röð í skólanum.