Vormót Sunddeildar Fjölnis fór fram um nýliðna helgi í Laugardalslaug. Met þátttaka var í þessu árlega sundmóti og komu rúmlega 300 keppendur frá Reykjanesbæ, Akranesi, Mosfellsbæ, Hafnafirði, Kópavogi, Reykjavík, Hveragerði og Vestmannaeyjum. Alls um 1800 stungur.
Liðum sem tóku þátt í mótinu er þakkað kærlega fyrir þátttökuna og einnig þeim fjölmörgu foreldrum sem hjálpuðu til við framkvæmd mótsins. Svona mót er ekki hægt að halda nema af því eiga svona glæsilegan foreldrahóp í Sunddeild Fjölnis, sem er tilbúinn að leggja sunddeildinni lið. Árangur á mótinu var mjög góður og voru sett nokkur Íslandsmet met í flokki fatlaðra.
Stigahæstu einstaklingar mótsins voru (þrjár greinar samtals)
Karlafokkur: Daníel Hannes Pálsson, Sunddeild Fjölnis
Kvennaflokkur: Íris Ósk Hilmarsdóttir, Íþróttabandalag Reykjanesbæjar
Drengjaflokkur: Brynjólfur Óli Karlsson, Sunddeild Breiðablik
Telpnaflokkur: Karen Mist Arngeirsdóttir, Íþróttabandalag Reykjanesbæjar
Sveinaflokkur: Patrik Viggó Vilbergsson, Sunddeild Breiðabliks
Meyjaflokkur: Arey Rakel Guðnadóttir, Sunddeild Fjölnis
Krakkarnir úr Fjölni stóðu sig öll með sóma enn alls tóku rúmlega 40 sundmenn þátt í mótinu frá Sunddeild Fjölnis. Krakkarnir hjá Inga Þór í Höfrungum, Háhyrningum og Hákörlum hafa verið að sýna miklar framfarir og það verður spennandi að sjá hve margir ná lágmörkum á AMÍ í sumar. Krakkarnir í A-hóp eru öll að nálgast IM-50 lágmörkin og nokkrir búnir að tryggja sig inn á Íslandsmeistaramótið. Krakkarnir í Afrekshóp eru í þungum æfingum og gott var að nota þetta mót til að sjá hvar þau standa fyrir Íslandsmeistaramótið sem fram fer eftir 6 vikur.