Messur og fræðsludagskrá um Bob Dylan

Messur og fræðsludagskrá um Bob Dylan sunnudaginn 24. nóvember.

Messa kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson.
Kl. 12.00 verður fræðsludagskrá um um Bob Dylan og trúarstef í verkum hans. Fríða Dís Guðmundsdóttir, söngkona og Finnbjörn Benónýsson, gítarlekari flytja valin lög eftir Dylan. Sr. Henning Emil Magnússon flytur erindi um lífsspeki Bob Dylan.

Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. Syngjum, hlustum á sögu og höfum gaman.

Selmessa kl. 13:00 í Kirkjuselinu. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Organisti er Hákon Leifsson og Vox Populi leiðir söng.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.