Menntamálastofnun gaf út ný lesfimiviðmið fyrir 1. – 10. bekk grunnskóla fyrir skemmstu. Viðmið um læsi barna eru verkfæri fyrir nemendur, kennara og foreldra til að fylgjast með framförum, styðja við læsi og auka þannig líkurnar á því að sem flestir geti aflað sér menntunar í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í nútímasamfélagi. Markmiðið með setningu lesfimiviðmiða, ásamt væntanlegum viðmiðum um lesskilning og ritun, er að stuðla að bættu læsi barna og ungmenna í íslensku skólakerfi.
Menntamálastofnun hefur nú einnig útbúið hnitmiðaðan kynningarbækling um lesfimiviðmið til upplýsinga fyrir foreldra, kennara og aðra hagsmunaaðila.
Bestu kveðjur,
Björn Rúnar Egilsson
Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT