Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkur og verður haldin í nítjánda sinn þann 23. Ágúst. Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum eða söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum. Yfirskrift hátíðarinnar er „Gakktu í bæinn!“ sem vísar til þeirrar gömlu og góðu hefðar að bjóða fólk velkomið og gera vel við gesti.
Menningarnótt markar upphaf menningarárs borgarinnar þegar söfn, leikhús, menningarstofnanir og listamenn hefja sína haust- og vetrardagskrá. Markmið hátíðarinnar er að hvetja til menningarþátttöku með því að reiða fram fjölbreytt og ríkulegt framboð af hinum ýmsu viðburðum.
Með yfir 100.000 gesti og 400 viðburði má segja að Menningarnótt sé stærsta hátíð landsins. Dagskráin er þverskurður af menningar- og listflóru borgarinnar Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu og er þar með séð til þess að allir borgarbúar geti notið kraftmikils menningarlífs og góðrar samveru frá hádegi til miðnættis.
Sjáumst á Menningarnótt 2014!
Dagskrá
[su_button url=“http://menningarnott.is/dagskra“ target=“blank“ style=“3d“ background=“#1065bd“ radius=“0″]Dagskrá [/su_button]
Hátíðarkort í pdf
[su_button url=“http://menningarnott.is/sites/all/upplysingar_kort.pdf“ target=“blank“ style=“3d“ background=“#1065bd“ radius=“0″]Hátíðarkort [/su_button]
Aldrei hefur verið lokað fyrir bílaumferð í miðborginni jafn mikið og nú vegna Menningarnætur. „Við ákváðum að fara að ráðleggingum um fjörutíu samtaka, stofnana og
sérfræðinga varðandi öryggismál. Við viljum tryggja öryggi fólks,“ sagði Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu. Þessar aðgerðir eiga að tryggja öryggi bæði gangandi og akandi vegfarenda og auðvelda aðgengi lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs um svæðið. „Við viljum geta rýmt svæðið á innan við hálftíma ef til þess kæmi eins og til
dæmis eldsvoði.“ Slæm reynsla frá árinu áður Ástæðan fyrir þessari umfangsmiklu lokunum er meðal annars slæm reynsla frá árinu áður. „Við hvetjum fólk til að taka strætó, leggja á
bílastæðum og taka strætó nær bænum,“ sagði Einar.
Gestir eru hvattir til að taka strætó, en frítt verður í strætó í dag. Sæbrautin verður lokuð þar sem hún mætir Snorrabrautinni en þar er leyfð bílaumferð. Gamla Hringbrautin
verður lokuð en hægt að keyra Hringbrautina. Tilvalið er því fyrir gesti að leggja á bílastæðinu við Háskóla Íslands og ganga í miðbæinn. Á meðan Reykjavíkurmaraþonið
stendur verða nokkrar götur lokaðar fyrir umferð rétt á meðan hlaupararnir fara sína leið. Hringurinn nær út á Seltjarnarnes. Klukkan 8.40 verður ræst í maraþonhlaup,
hálfmaraþon og boðhlaup.Tæpum klukkutíma seinna verður 10 km hlaupið ræst. Tímatöku lýkur 14.40.
Allir vagnar flytja gesti heim klukkan ellefu Hefðbundið leiðakerfi Strætó verður aftengt klukkan 23 á Menningarnótt og allir vagnar verða settir í það verkefni að flytja gesti heim úr miðbænum. Farið verður frá BSÍ og Hlemmi. Mikilvægt er að gestir kynni sér hvert vagnarnir fara, en þeir verða merktir með bókstöfum. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu strætó.