Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu tók á móti Tindastóli á Fjölnisvelli við Dalhús á laugardag í A-riðli 1. deildarinnar og unnu okkar konur öruggan 5-0 sigur.
Fjölnir fékk sannkallaða draumabyrjun en Íris skoraði á upphafsmínútu leiksins með fallegu skoti eftir hornspyrnu og strax á 7. mínútu bætti hún við öðru marki með þrumuskoti af 40 metra færi. Erla Dögg gerði þriðja mark leiksins á 16. mínútu með góðu skoti úr teignum og Esther Rós vippaði svo snyrtilega yfir markvö…rð Tindastóls rétt fyrir leikhlé og staðan í hálfleiknum því vænleg fyrir Fjölni 4-0.
Leikurinn róaðist nokkuð í síðari hálfleik. Fjölnir gerði fimmfalda skiptingu á 58. mínútu og þá kom aftur líf í leikinn. Helga fiskaði víti á 76. mínútu og úr því skoraði Íris og kláraði þrennuna af öryggi og gulltryggði um leið sigur Fjölnis.
„Við byrjuðum af miklu afli og kláruðum nánast leikinn á fyrstu tuttugu mínútunum. Tindastóll er með ungt og efnilegt lið en þær áttu litla möguleika í dag. Það var gaman að sjá Írisi hafsent setja þrennu í leiknum. Næsti leikur er hér heima við Víking Ólafsvík sem sló okkur úr bikarnum því eigum við harma af hefna.“ Sagði Siggi þjálfari að leik loknum.
Lið Fjölnis gegn Tindastóli: Helena – Kristjana (Lovísa 58.mín), Íris, Eyrún (Aníta 58.mín), Oddný, Ásta, Theresa, Tinna (Elvý 58.mín), Kamilla, Esther (Helga 58.mín), Erla Dögg (Stella 58.mín).
Fjölnir hefur unnið alla alla fimm leiki sína í deildinni til þessa og skorað í þeim fjórtán mörk en aðeins fengið eitt mark á sig svo uppskeran hefur verið frábær hingað til. Næst í riðlinum koma Haukar og HK/Víkingur með níu stig úr fjórum leikjum en þau mætast einmitt í deildinni í kvöld.