Malbikunarframkvæmdir 21.júní
Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg verða malbikunarframkvæmdir við Kringluna þriðjudaginn 21.júní með tilheyrandi lokunum gatna.
Hér er orðrétt tilkynning frá borginni. EF VEÐUR LEYFIR mun Malbikunarstöðin Höfði hf. vinna við malbikun á Kringlunni, frá Listabraut að Kringlu nr. 41.
Byrjað verður um klukkan 9 eða þegar veður leyfir og unnið fram eftir degi.
Götukaflinn verður lokaður fyrir alla umferð á meðan framkvæmdum stendur.
Meðfylgjandi er teikning af áætlaðri lokun á þessum kafla. Smelltu hér til að skoða teikninguna.
Með fyrirfram þökkum fyrir skilninginn Zophanías Þ. Sigurðarsson Tæknistjóri Rekstrarfélags Kringlunnar.