­

Lokasýning nemenda á listnámsbraut Borgarholtsskóla verður opnuð á Borgarbókasafninu Spönginni fimmtudag 9. maí kl. 17.

Þeir listnámsbrautarnemendur sem eiga verk á sýningunni hafa sérhæft sig í grafískri hönnun. Verk þeirra eru fjölbreytt, á sýningunni eru m.a. teikningar, skjáverk, bækur og margskonar önnur prentverk ásamt ferilmöppum.

Sýnendur eru: Agnes Birtna Jóhannesdóttir, Birta Ösp Þórðardóttir, Egill Gauti Viðarsson, Elísa Sól Sigurðardóttir, Eva Karen Viderö, Gabríella Yasmin Grieve, Guðrún Auður Kristinsdóttir, Hekla Brá Guðnadóttir, Herborg Agnes Jóhannesdóttir, Hilmir Örn Árnason, Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir, Jónína Guðný Jóhannsdóttir, Kolbeinn Kári Viggósson, Laufey Snorradóttir og Markús Candi.

Verkin á sýningunni eru unnin í verkstæðisáfanga á lokaári undir leiðsögn Kristínar Maríu Ingimarsdóttur, Hafdísar Pálínu Ólafsdóttur og Emils Ásgrímssonar. Sýningin stendur til 15. maí.

Verið öll velkomin!

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen, sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.