Litli Grafarvogsdagurinn 2021 laugardaginn 29.maí.

Litli Grafarvogsdagurinn fer fram laugardaginn 29.maí. Sem fyrr er markmið dagsins að sameina íbúa hverfisins og skapa vettvang til að hittast og gera sér glaðan dag en ætlunin er svo að halda annan dag núna í haus þegar búið er að aflétta samkomutakmörkunum.Dagskrá
Borgarbókasafnið í Spönginni
Kl. 14:00
Tónleikar með söngvaskáldinu Svavari Knúti sem hefur vakið athygli fyrir skemmtilegan söng og gítarspil.Sundlaug Grafarvogs
Kl. 10:00 til 13:00
Wibe-out braut í lauginni fyrir börnin.Gallerí Korpúlfsstaðir
Kl. 12:00 til 17:00
Eftir 10 frábær ár á Korpúlfsstöðum er komið að kveðjustund. Einstök tilboð verða á listmunum þennan síðasta dag þeirra á Korpúlfsstöðum.Gufunesbær
Kl. 11:00 til 13:00
Leiktækin eru úti á svæðinu og grillin heit
fyrir þá sem vilja grilla.Skemmtigarðurinn
Kl. 12:00 og 15:00
Frítt í minigolf milli 12:00 – 15:00.Skákmót Miðgarðs og
skákdeildar Fjölnis
Kl. 14:00 til 16:00
í Hlöðunni við GufunesbæSambíó
500 kr. á þrjár valdar sýningar kl. 13:00Verslunarkjarninn við Hverfafold
Kl. 14:00 til 16:00
Verslunarkjarninn við Hverafold mun iða af lífi. Grillaðar verða pylsur og drykkir verða í boði á meðan birgðir endast. Karlakór Grafarvogs mætir kl. 15:00 og tekur nokkur lög. Hoppukastali verður á svæðinu.Kaffihús Kaffitárs, Stórhöfða
2 fyrir 1 af öllum drykkjum á matseðli og 30% afsláttur af öllum kaffipökkum.


Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.