Glæsileg þátttaka er í 19. Silfurleikum ÍR í frjálsum sem fara fram í Laugardalshöllinni á laugardag 15. nóvember. Silfurleikarnir eru haldnir til heiðurs Vilhjálmi Einarssyni og silfurverðlaunum hans á Ólympíuleikunum 1956 og keppt í þrístökki í öllum aldursflokkum frá 11 ára aldri. 600 Keppendur frá 25 félögum víðsvegar að af landinu mæta til leiks í flokkum 17 ára og yngri. Flestir keppendur koma frá mótshöldurunum ÍR eða 120.