Á mánudaginn var brautskráning nemenda á tölvufærninámskeiði Korpúlfa í samvinnu við Kelduskóla/Korpu
Útskriftarhátíðin var haldinn á Korpúlfsstöðum og það voru 24 eldri borgarar sem luku námskeiðinu, en leiðbeinendur sem voru
nemendur 7 bekkjar Kelduskóla/Korpu voru heiðraðir sérstaklega fyrir þeirra glæsilega framlag við kennslu á námskeiðunum.
Sendi hér fína mynd af útskriftarhópnum ásamt fræðslunefnd Korpúlfa, en athöfnin hófst með því að Steini Sævar Þorsteinsson spilaði á sög og Jóhann Helgason á harmonikku.
Allir fengu síðan viðurkenningarskjöl og tóku þátt í veislukaffi þar sem bornar voru fram vöfflur með rjóma.