Kirkjugarðurinn okkar

Kæru Grafarvogsbúar !

Því miður er Gufuneskirkjugarður ekki að koma vel undan vetri. Mikið rusl liggur í runnum og á leiðum eins og jólaskraut og kertadósir. 1. Febrúar höfum við undanfarin ár farið á öll leiði og fjarlægt jólagreinar og kertadósir. Sökum mikils snjóalags hefur ekki verið unt að hefja þá vinnu fyrr en nú.

En þá skall á okkur Covid 19 veiran og við starfsmennirnir 4 þurfum því að skipta okkur í 2 holl og vinnum annan hvorn dag, það eru því aðeins 2 starfsmenn í garðinum í einu og augljóst að með svo fátt fólk þarf einhvað að sitja á hakanum. Ástæða þess að skippt er í holl er að koma í veg fyrir að allt gengið detti út í einu, ef smit berst og þá ekki unnt að sinna grafartekt – sem augljóslega hefur allan forgang.

Mig langar því til að biðla til ykkar íbúa Grafarvogs að veita okkur hjálparhönd með að týna rusl og jólagreinar. Hægt er að setja greinar og dósir í hrugur við enda grafarstígana og við kippum því svo upp þegar tími gefst. Einnig er hægt að skylja eftir poka við allar malbikaðar götur (þá fara þeir ekki fram hjá okkur)

Með fyrirfram þökk og skilning

Helena Sif Þorgeirsdóttir – Umsjónamaður og verkstjóri Gufuneskirkjugarði

[Læt fylgja með myndir frá hjalpsömum Gragarvogsbúa sem tók til hendinni og kunnum við honum bestu þakkir fyrir]


Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.