Kvennalið í handbolta frá Kanada er hér á landi um áramótin í æfinga- og keppnisferð. Liðið leikur í ferðinni hingað til lands tvo leiki við 18 ára lið Fjölnis 28. desember klukkan 12.30 og seinni leikinn 2. janúar við 16 ára lið Fjölnis klukkan 10. Aðgangur er ókeypis á leikina sem báðir fara fram í íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum.
Kanadíska liðið sem hér er á ferð ber heitið Alberta Team Handball Federation og er í árlegri ferð hingað til lands en þetta er þriðja árið í röð sem lið frá Alberta ver hér áramótunum.
Ástæða er til að hvetja fólk til að mæta á leikina og styðja við bakið á stúlkunum. Það er ekki á hverjum degi sem lið frá öðru landi spilar á okkar heimavelli. Á meðfylgjandi mynd er U-18 ára liðið frá Alberta.