Kaffihúsakvöld -Góðgerðaviku Gufunesbæjar 5.febrúar

Í vikunni 3.-7. febrúar verður Góðgerðavika Gufunesbæjar haldin. Vikuna skipuleggur Góðgerðaráð sem samanstendur af 10 unglingum úr öllum félagsmiðstöðvunum í Grafarvogi, Allur ágóði vikunnar rennur til Hróa Hattar, Barnavinafélags. Tilgangur félagsins er að veita íslenskum grunnskólabörnum stuðning og aðstoða þau sem líða skort. Miðvikudagskvöldið 5.febrúar ætlum við að halda Kaffihúsakvöld í Hlöðunni, Gufunesbæ kl. 19-22. Fram koma:
Alda Dís
Fannar – Hipsumhaps
Guðrún Árný
Heiða Ólafs
Beggi Ólafs – Jákvæð sálfræði
Þorsteinn V. Einars –
KarlmennskanVið verðum með veitingar og kaffi til sölu sem og happdrættismiða. Hin ýmsu fyrirtæki hafa styrkt vikuna og því eru veglegir vinningar í happdrætti kvöldins – hver happdrættismiði kostar 500 kr. Við hlökkum til að sjá sem flesta!
Kær kveðja,
Góðgerðaráð Gufunesbæjar


Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.