Aðalfundur Ungmennafélagsins Fjölnis var haldinn í Dalhúsum í Grafarvogi í fyrrakvöld. Ágætis mæting var á fundinn sem gekk vel fyrir sig. Reikningar og skýrsla stjórnar voru samþykkt einróma. Jón Karl Ólafsson var endurkjörinn formaður Fjölnis. Kristinn Óskar Grétuson í varastjórn Ungmennafélags Íslands flutti ávarp og sæmdi þau Jarþrúði Hönnu Jóhannsdóttur og Örn Pálsson starfsmerki UMFÍ.
Stjórn Fjölnis er skipuð eftirtöldum einstaklingum: Jón Karl Ólafsson, formaður, Birgir Gunnlaugsson, Ásgeir Heimir Guðmundsson, Ingibjörg Óðinsdóttir, Sveinn Ingvarsson, Björk Guðbjörnsdóttir, Kristján Friðrik Karlsson og Laufey Jörgensdóttir. Úr stjórn gengu þau Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, Örn Pálsson og Jón Oddur Davíðsson.
Sex einstaklingar voru sæmdir silfurmerki Fjölnis. Þau eru Guðmundur L. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis, Stefán Birkisson, fimleikadeild, Ingibjörg Grétarsdóttir, handboltadeild, Ingibjörg Kristinsdóttir, sunddeild, Valborg Guðrún Guðjónsdóttir, karatedeild, og Boris Bjarni Akbachev handboltadeild.