Jólafrí hefjast í grunnskólum borgarinnar miðvikudaginn 21. desember. Síðustu dagana hafa verið jólakskemmtanir og jólaböll í flestum grunnskólum og börnin tekið þátt í hefðbundnum verkefnum á aðventunni eins og að skreyta stofuna sína, syngja jólasöngva og útbúa jólagjafir.
Flest grunnskólabörnin snúa aftur til starfa í skólunum þriðjudaginn 3. janúar. Hægt er að skrá börn í lengda viðveru á frístundaheimili í jólafríinu. Óskað er eftir skráningu á þessa daga á hverjum stað fyrir sig.