Íþróttamaður ársins 2016 – Fjölnir

Þetta er í 28 skipti sem valið fer fram.   Í fyrra var Kristján Örn Kristjánsson, handboltamaður valinn  íþróttamaður ársins og  Hermann Kristinn Hreinsson valinn, Fjölnismaður ársins.

Þau sem voru valin fyrir árið 2016 eru,

Íþróttamaður ársins var valinn Viðar Ari Jónsson, knattspyrnumaður

Fjölnismaður ársins var valinn Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, formaður fimleikadeildar


1. Val á íþróttamanni ársins fer þannig fram, að Íþróttamenn deilda eru kjörnir ár hvert af deildum félagsins og skulu deildirnar velja einn íþróttamann karl eða konu sem skarað hefur fram úr öðrum iðkendum og skal fylgja þeirra vali skrá yfir afrek viðkomandi. Afrekaskrá skal vera minnst fimm línur og mest tíu línur.
Fulltrúi aðalstjórnar félagsins afhendir farandbikar sem Íþróttamaður ársins varðveitir í eitt ár.  Íþróttamaður ársins fær einnig afhentan eignarbikar sem gjöf frá aðalstjórn Fjölnis.
2. Val á Fjölnismanni ársins fer þannig fram að , Fjölnismaður ársins er kjörinn ár hvert af aðalstjórn félagsins. Fjölnismaður ársins skal vera íslenskur ríkisborgari og hafa lagt til framúrskarandi framlag til félagsins í formi sjálfboðavinnu, hvatningu og eða annað sem tekið hefur verið eftir og unnið óeigingjarnt starf. Deildir félagsins geta komið með ábendingar um einstakling sem gæti komið til greina.
Fulltrúi aðalstjórnar félagsins afhendir farandbikar sem Fjölnismaður ársins varðveitir í eitt ár. Fjölnismaður ársins fær einnig afhentan eignarbikar sem gjöf frá aðalstjórn Fjölnis.
Valnefndin er skipuð aðalstjórn félagsins og starfsmaður nefndarinnar er Málfríður Sigurhansdóttir íþrótta- og félagsmálafulltrúi Fjölnis.

Við munum byrja á að heiðra afreksmenn hverrar deildar og eru þeir eftirfarandi;

Fimleikadeild ­ Ásta Kristinsdóttir
Frjálsíþróttadeild ­ Helga Þóra Sigurjónsdóttir
Handboltadeild ­ Sveinn Jóhannsson
Karatedeild ­ Viktor Steinn Sighvatsson
Knattspyrnudeild ­ Viðar Ari Jónsson
Körfuboltadeild ­ Róbert Sigurðsson
Skákdeild ­ Dagur Ragnarsson
Sunddeild ­ Jón Margeir Sverrisson
Tennisdeild ­ Hera Björk Brynjarsdóttir 

Tilnefningar til Fjölnismaður ársins voru að þessu sinni:


Guðlaug Karlsdóttir, körfuknattleiksdeild
Guðmundur Búi Guðmundsson – knattspyrnudeild
Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, fimleikadeild
Sveinn Þorgeirsson – handboltadeild

Við óskum öllum þessum frábæru fulltrúum Fjölnis fyrir frábært ár.

Gleðilegt nýtt ár

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.