Íslandsmóti ungmenna fer fram helgina 8.-9. október í Rimaskóla. Teflt er í fimm flokkum. Krýndir verða 10 Íslandsmeistarar – efsti strákur og efsta stelpa í öllum flokkunum fimm. Glæsilegar vinningar í boði.
Allir flokkar hefjast 12:00 á laugardeginum. Tekið verður við þátttökugjöldum og staðfestingu á mætingu frá 11:20 – 11:50. Þeir keppendur sem mæta eftir 11:50 geta misst sæti sitt í mótinu.
Skráning er á Skák.is (guli kassinn efst) til og með 6. október. Upplýsingar um þegar skráða keppendur má finna hér.
Þátttökugjald er krónur 1.500 og greiðist með reiðufé við staðfestingu á mætingu. Systkini borga aldrei meira en 2.500 kr. samtals. Hægt er jafnframt að greiða í gegnum netbanka fyrir mót inn á reikning 101-26-12763, kt. 58026-5409. Vinsamlegast látið nafn keppenda koma fram í skýringu og sendið kvittun á skaksamband@skaksamband.is.
Stefnt er að því að tefla í sérflokkum fyrir stráka og stelpur en mögulega þarf að sameina einstaka flokka verði þátttaka ekki nægjanleg. Sigurvegari í flokki 9-10 ára tryggir sér sæti á Norðurlandamótinu í skák sem fer fram í febrúar í Noregi. Sigurvegarar í elstu flokkunum þremur tryggja sér sæti á Unglingameistaramóti Íslands.
Verði menn jafnir í efstu sætum er teflt um Íslandsmeistaratitla en stig reiknuð um önnur sæti. Í flokki átta ára og yngri verða þó reiknuð stig um öll sæti.
8 ára og yngri (f. 2008 og síðar)
Umhugsunartími: 10 mínútur.
Fjöldi umferða: Allir keppendur tefla fimm umferðir á laugardeginum. Eftir fimm umferðir verður niðurskurður þannig að keppendur með þrjá vinninga eða fleiri komast áfram og mæta líka á sunnudegi. Umferðafjöldi á sunnudegi verður tvær til fjórar umferðir eftir heildarfjölda keppenda.
Dagskrá: Mótið hefst 12:00 á laugardeginum og 12:00 á sunnudeginum fyrir þá sem komast áfram.
9-10 ára (f. 2006 og 2007)
Umhugsunartími: 10 mínútur.
Fjöldi umferða: Allir keppendur tefla fimm umferðir. Eftir fimm umferðir verður niðurskurður þannig að keppendur með þrjá vinninga eða fleiri komast áfram og mæta líka á sunnudegi. Umferðafjöldi á sunnudegi verður tvær til fjórar umferðir eftir heildarfjölda keppenda.
Dagskrá: Mótið hefst 12:00 á laugardeginum og 12:00 á sunnudeginum fyrir þá sem komast áfram.
11–12 ára (f. 2004 og 2005)
Umhugsunartími: 15 mínútur með 5 sekúndna viðbótartíma fyrir hvern leik.
Fjöldi umferða: 9
Dagskrá: Mótið hefst 12:00 á laugardeginum og verða þá tefldar 5 umferðir. Mótinu verður framhaldið 12:00 á sunnudeginum og verða þá tefldar fjórar umferðir.
Umhugsunartími: 15 mínútur með 5 sekúndna viðbótartíma fyrir hvern leik.
Fjöldi umferða: 9
Dagskrá: Mótið hefst 12:00 á laugardeginum og verða þá tefldar 5 umferðir. Mótinu verður framhaldið 12:00 á sunnudeginum og verða þá tefldar fjórar umferðir.
15–16 ára (f. 2000 og 2001)
Umhugsunartími: 15 mínútur með 5 sekúndna viðbótartíma fyrir hvern leik.
Fjöldi umferða: 9
Dagskrá: Mótið hefst 12:00 á laugardeginum og verða þá tefldar 5 umferðir. Mótinu verður framhaldið 12:00 á sunnudeginum og verða þá tefldar fjórar umferðir.