Íslandsmeistarar grunnskóla í stúlknaflokki 2020

Íslandsmót grunnskóla í stúlknaflokki var haldið í Rimaskóla laugardaginn 25. janúar. Rimaskólastúlkur stóðu sig frábærlega á „heimavelli“ og unnu báða flokkana nokkuð örugglega. Í flokki 6. – 10. bekkja var háð einvígi á milli Rimaskóla og Salaskóla, fjórar umferðir. Eftir hnífjafna keppni í fyrstu þremur umferðunum þá seig Rimaskóli fram úr og lokastaðan 9 – 7 fyrir Grafarvogsstúlkur. Í þessari öflugu skáksveit eru þær Embla Sólrún 8. bekk, Sara Sólveig og Emilía í 7. bekk og Sóley Kría í 6. bekk. Þær æfa allar skák með Fjölni og eflast með hverju ári. 

Í flokki 3. – 5. bekkjar tefldu tvær skáksveitir frá Rimaskóla. A sveitin hafði algjöra yfirburði á mótinu og fékk 15 vinninga af 16 mögulegum. Næsti skóli hlaut 9,5 vinninga. B sveitin endaði í 4. sæti. Í skáksveit Íslandsmeistaranna eru þær Emilía Embla 2. bekk, María Lena og Heiðdís Diljá í 5. bekk og Nikola í 4. bekk. Í B sveitinni eru þær Svandís María og Laufey Björk í 4. bekk, Hrafndís Karen og Nanna í 3. bekk og þær Sigrún Tara og Emilía  í 2. bekk. Æfa allar með skákdeild Fjölnis. Skákkennari Rimaskóla er Björn Ívar Karlsson en liðsstjórar á Íslandsmótinu voru þeir Helgi Árnason og Baldvin Einarsson. 

Enn ein kynslóð skákstúlkna í Rimaskóla mætt til leiks en skólinn hefur unnið Íslandsmót grunnskóla stúlkna í flest skipti allt frá árinu 2003. Til hamingju með frábæran árangur Rimaskólastelpur. 


Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.