Íbúar vilja áningarstað fyrir botni Grafarvogs

KONICA MINOLTA DIGITAL CAMERAÍbúar í Grafarvogi leggja til hugmyndir fyrir 117 milljónir í hverfakosningunum Betri hverfi 2015. Þar á meðal er hundagerði á Gufunessvæðinu, áningarstaður fyrir botni Grafarvogs og margt fleira áhugavert.

Íbúar í Grafarvogi leggja til að sett verði upp hundagerði  á Gufunessvæðinu sem á að kosta tíu milljónir. Þeir vilja einnig leggja upplýstan, malbikaðan stíg í stað malarstígsins á milli Vættaskóla og Gullengis sem mun kosta fjórar milljónir. Þá hafa þeir sett fram þá frábæru hugmynd að gera áningarstað fyrir botni Grafarvogs með bekkjarborðum og upplýsingaskilti.

Þetta eru aðeins þrjú af 19 verkefnum í Grafarvogi sem íbúar komu með hugmyndir að í hugmyndasöfnun fyrir Betri hverfi 2015. Alls leggja Grafarvogsbúar til verkefni sem eru verðmerkt á 117 milljónir króna en hægt verður að framkvæma hugmyndir fyrir um 41 milljón króna eftir hverfakosningar.

Rafrænar íbúakosningar um verkefni í hverfum borgarinnar hefjast  þriðjudaginn 17. febrúar í næstu viku og standa yfir til miðnættis þriðjudaginn 24. febrúar. Til að kjósa þarf að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða íslykli og kemst þá kjósandinn inn í rafrænan kjörklefa. Kerfið er afar einfalt í notkun. Aldurstakmark í kosningunum er 16 ár.

Sjá verkefni í Grafarvogi

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.