Dr. Erla Björnsdóttir mun fjalla um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu ásamt því að fjalla um algengust svefnvandamálin og fara yfir góðar svefnvenjur.
Erla hefur haldið fjölmörg námskeið og fræðslufyrirlestra um svefnvandamál og er með doktorspróf í svefnrannsóknum frá Læknadeild Háskóla Íslands í samstarfi við Háskólann í Pennsylvaniu. Hún hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og sinnt þeirri meðferð undanfarin ár. Rannsóknir Erlu fjalla um samband svefnleysis, andlegrar heilsu og kæfisvefns og hafa vísindagreinar eftir hana birst í virtustu fræðiritum heims á sviði svefnrannsókna. Erla starfar hjá Sálfræðiráðgjöfinni þar sem hún sinnir m.a. meðferð við svefnleysi. Erla er einnig að skrifa bók fyrir almenning um svefn.
Í leiðinni er röð fræðandi fyrirlestra sem haldin er í Borgarbókasafninu Spönginni síðasta mánudag í hverjum mánuði, frá kl. 17.15 til 18.00.
Aðgangur ókeypis – allir velkomnir!